Fréttir úr félagsstarfi

23.9.2014

Vantar áhugasama til að taka þátt í eftirfylgni með stefnumótun golfhreyfingarinnar 2013-2020

Eftirfylgni með stefnumótun golfhreyfingarinnar 2013 – 2020
Stjórn GSÍ leitar að kylfingum sem hafa áhuga á að vera með í verkefnahópum til að fylgja eftir stefnumótun golfhreyfingarinnar 2013-2020.
Verkefnahóparnir:
1. Útbreiðsla
2. Samskipti innan hreyfingarinnar
3. Barna-, unglinga- og fjölskyldustarf
4. Sjálfbærni og umhverfismál
5. Afreksmál
Golfþing samþykkti stefnumótun golfhreyfingarinnar 2013 – 2020 á fundi sínum 23. nóvember 2013. Þá samþykkti Golfþing einnig að fela stjórn GSÍ að framfylgja stefnunni í samstarfi við golfklúbba og önnur samtök innan hreyfingarinnar. Stjórn GSÍ skuli gera aðilum golfhreyfingarinnar grein fyrir framvindu og árangri vinnunnar á formannafundum og golfþingum út frá mælanlegum markmiðum sem sett verða fram í aðgerðaáætlun.
Stefnumótunin felur í sér 5 markmið ásamt 21 leið og 56 áherslum að markmiðunum. Þessi markmið fjalla um eftirfarandi málaflokka.
1. „Vinna að framgangi og tryggja útbreiðslu“ með 6 leiðum og 16 áhersluþáttum.
2. „Efla samskipti innan golfhreyfingarinnar“ með 4 leiðum og 12 áhersluþáttum.
3. „Efla barna- og unglingastarf og stuðla að því að auka vægi fjölskyldunnar enn frekar innan golfíþróttarinnar“ með 4 leiðum og 7 áhersluþáttum.
4. „Stuðla að því að golfklúbbar landsins gangi í gegnum umhverfisvottun“ með 5 leiðum og 7 áhersluþáttum.
Golfsamband Íslands – Engjavegi 6 – 104 Reykjavík – Sími 514 4050 – Fax 514 4051
2
5. „Styðja við íþróttina sem afreksíþrótt með því að stuðla að því að íslenskir afrekskylfingar nái árangri á alþjóðavísu“ með 2 leiðum og 14 áhersluþáttum.
Stjórn GSÍ hefur ákveðið að skipa verkefnahópa sem hver og einn hefur með höndum nánari útfærslu verkefna, aðgerða og tímasettra mælanlegra hvers markmiðs hér að ofan.
Helstu verkefni hópanna eru eftirfarandi:
• Fara vel yfir markmið, leiðir og áhersluþætti stefnumótunnar.
• Útfæra aðgerðaáætlun fyrir hvern áhersluþátt með tímasettum og mælanlegum markmiðum.
• Fylgjast vel með framvindu aðgerða og ákveða hvenær framkvæmd þeirra er lokið.
• Gefa stjórn GSÍ reglulega skýrslu um framvindu verkefna.
Endurskoða árlega leiðir og áhersluþætti í stefnumótuninni og gera tillögur til Golfþings um breytingar.
Stjórn GSÍ leitar því nú til klúbbanna um að aðstoða við skipun þessara hópa. Leitað er til áhugasamra kylfinga sem eru tilbúnir að aðstoða við þessa vinnu og sitja í þessum verkefnahópum, en stjórnarmenn GSÍ munu stýra hverjum hópi.
Vinsamlega kynnið þetta verkefni í ykkar golfklúbb og leitið að áhugasömum félögum sem hafa tíma og áhuga að setjast niður og rýna í þessi verkefni með okkur.
Óskað er eftir tilnefningum í hópanna sem fyrst eða fyrir 17. september og verður þeir sem sýna áhuga á að vinna í hverjum hópi boðaðir á fund fljótlega uppúr miðjum september.
Vinsamlega sendið upplýsingar um nafn og netfang viðkomandi félagsmanna og hvaða hóp þeir hafa áhuga á að starfa með.
Með golfkveðju,
Hörður Þorsteinsson
framkvæmdastjóri GSÍ

Golfklúbburinn Kjölur

Golfklúbburinn Kjölur er skemmtillegur fjölskylduklúbbur í hjarta Mosfellsbæjar. Mikið er lagt upp úr félagsstarfi sem og starfi fyrir börn og unglinga. Hlíðavöllur er frábær, nútímalegur 18 holu golfvöllur í Mosfellsbæ sem liggur við hin gullfallega Leirvog.
Hlökkum til að sjá þig í sumar! 

Hafðu samband!
  • Golfklúbburinn Kjölur
  • Netfang
  • Póstnúmer og svæði
  • Ísland
Samfélagsmiðlar

2013 Golfklúbburinn Kjölur - Allur réttur áskilinn