Fréttir úr félagsstarfi

12.12.2014

Viðurkenningar veittar á aðalfundi

Að venju voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur á aðalfundi GKj sem fram fór í gærkvöldi. Framfararabikarinn er veittur þeim einstaklingi 18 ára og eldri sem nær mestri forgjafaralækkun og var það Sigurður Rúnar Ívarsson sem afhenti bikarinn. Þetta árið var það Alexander Lúðvígsson sem hlaut bikarinn en hann lækkaði forgjöf sína úr 36 niður í 18 á árinu. Frábær árangur hjá honum!

Einnig voru kylfingar ársins í karla og kvennaflokki heiðraðir í gær. Kristján Þór Einarsson og Heiða Guðnadóttir voru valin kylfingar ársins árið 2014 og veitti Þorsteinn Hallgrímsson formaður afreksnefndar þeim viðurkenningar. Óskum við þeim innilega til hamingju.

Golfklúbburinn Kjölur

Golfklúbburinn Kjölur er skemmtillegur fjölskylduklúbbur í hjarta Mosfellsbæjar. Mikið er lagt upp úr félagsstarfi sem og starfi fyrir börn og unglinga. Hlíðavöllur er frábær, nútímalegur 18 holu golfvöllur í Mosfellsbæ sem liggur við hin gullfallega Leirvog.
Hlökkum til að sjá þig í sumar! 

Hafðu samband!
  • Golfklúbburinn Kjölur
  • Netfang
  • Póstnúmer og svæði
  • Ísland
Samfélagsmiðlar

2013 Golfklúbburinn Kjölur - Allur réttur áskilinn