Fréttir úr félagsstarfi

13.1.2015

Golfklúbbur Mosfellsbæjar

Í desember samþykktur félagsfundir Golfklúbbs Bakkakots og Golfklúbbsins Kjalar sameiningu undir merkjum Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Nú hefur nýr sameinaður golfklúbbur tekið til starfa og hefur þessari síðu því verið lokað. Bráðabirgða vefsíða hefur verið opnuð fyrir klúbbinn á www.golfmos.is en þar er hægt að fá grunnupplýsingar um klúbbinn auk þess að sækja um félagsaðild fyrir golfsumarið 2015. Fréttir og tilkynningar af starfsemi klúbbsins munu fara í gegnum nýja Facebook síðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar sem opnuð hefur verið á www.facebook.com/golfmos. Nýtt tölvupóstfang fyrir klúbbinn er síðan golfmos@golfmos.is.

Þessi vefsíða verður því ekki uppfærð frekar með fréttum eða tilkynningum. Hún verður látin standa í óbreyttri mynd til þess að upplýsingar varðandi starfsemi Golfklúbbs Mosfellsbæjar á Hlíðavelli verði aðgengilegar en starfsemi Golfklúbbs Mosfellsbæjar á Hlíðavelli sambærilegar og verið hefur. Einnig er að finna á þessari síðu vallarupplýsingar um Hlíðavöll og fleiri atriði sem verða færð á nýja vefsíðu GM sem opnar næsta vor.

Stjórn Golfklúbbs Mosfellsbæjar

Golfklúbburinn Kjölur

Golfklúbburinn Kjölur er skemmtillegur fjölskylduklúbbur í hjarta Mosfellsbæjar. Mikið er lagt upp úr félagsstarfi sem og starfi fyrir börn og unglinga. Hlíðavöllur er frábær, nútímalegur 18 holu golfvöllur í Mosfellsbæ sem liggur við hin gullfallega Leirvog.
Hlökkum til að sjá þig í sumar! 

Hafðu samband!
  • Golfklúbburinn Kjölur
  • Netfang
  • Póstnúmer og svæði
  • Ísland
Samfélagsmiðlar

2013 Golfklúbburinn Kjölur - Allur réttur áskilinn